mynd

Nýtt afl á fjármálamarkaði

Skagi er öflugt fyrirtæki á fjármálamarkaði sem stefnir á arðbæran vöxt á sviði trygginga, fjárfestingarbankastarfsemi og eignastýringar. Samstæðan býr að langri og farsælli sögu í tryggingarekstri, framsækni í fjármálaþjónustu og langtímaárangri í fjárfestingum. Í samstæðu Skaga eru VÍS, Fossar og Íslensk verðbréf.

Samstæðan

Í samstæðu Skaga eru þrjú sjálfstæð dótturfélög; VÍS tryggingar, Fossar fjárfestingarbanki og Íslensk verðbréf.

Í fyrirtækjum Skaga er lögð áhersla á framúrskarandi þjónustu og traust langtímasamband við viðskiptavini. Enn fremur er samstæðan í fararbroddi þegar kemur að tengingu íslensks atvinnulífs við alþjóðlegt fjárfestingarumhverfi.

mynd

VÍS

VÍS býður víðtæka tryggingaþjónustu þar sem rík áhersla er lögð á viðeigandi ráðgjöf, skilvirkni, sveigjanleika og góða þjónustu.

mynd

Fossar fjárfestingarbanki

Fossar veita viðskiptavinum sérsniðna og persónulega fjárfestingabanka þjónustu og eru í fararbroddi þegar kemur að tengingu íslensks atvinnulífs við alþjóðlegt fjárfestingarumhverfi.

mynd

Íslensk verðbréf

Íslensk verðbréf býður upp á fjölbreytt úrval sjóða fyrir almenning og fagfjárfesta auk eignastýringar fyrir fagfjárfesta.

Fréttir

mynd

Stjórnir Skaga og Íslandsbanka samþykkja að hefja samrunaviðræður

Stjórnir Skaga hf. og Íslandsbanka hf. hafa samþykkt að hefja formlegar samrunaviðræður og hefur skilmálaskjal þess efnis verið undirritað af hálfu beggja aðila.

mynd

Skagi nær áfram góðum árangri í UFS mati Reitunar

Skagi hf. fær 81 stig og einkunnina B1 í nýlega uppfærðu UFS sjálfbærnimati Reitunar fyrir árið 2025.

mynd

Skagi, VÍS og Fossar teljast til fyrirmyndarfyrirtækja í góðum stjórnarháttum

Skagi, VÍS og Fossar fjárfestingarbanki hlutu nýverið nafnbótina Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. VÍS og Fossar eru dótturfélög Skaga.

mynd

Haraldur Þórðarson tekinn tali í Viðskiptablaðinu

Í viðtali í Viðskiptablaðinu 23. júlí sl. segir Haraldur Þórðarson, forstjóri Skaga, að félagið sé opið fyrir vaxtartækifærum sem kunni að verða til í ljósi mögulegra breytinga í samkeppnisumhverfi fjármálafyrirtækja á Íslandi.

mynd

Góður árangur byggir á breytingum síðustu ára

Guðný Helga Herbertsdóttir, forstjóri VÍS, dótturfélags Skaga, var tekin tali í ViðskiptaMogganum 23. júlí síðastliðinn. Tilefnið er góð afkoma í tryggingastarfsemi Skaga á fyrri helmingi þessa árs, sú besta í rúman áratug, en það mátti lesa úr síðasta árshlutauppgjöri Skaga.

mynd

Uppgjör Skaga hf. á 2. ársfjórðungi 2025

Besti fjórðungur tryggingastarfsemi VÍS frá skráningu. Fjárfestingatekjur lita áfram afkomu.

mynd

Forstjóri Skaga í viðtali við Dagmál

Í nýju viðtali Dagmála, frétta- og dægurmálaþáttar Morgunblaðsins, við Harald Þórðarson, forstjóra Skaga, bendir hann meðal annars á stöðu Skaga á íslenskum fjármálamarkaði og telur ósennilegt væri að hreyfingar verði á fjármálamarkaði án þess að það skapist tækifæri fyrir Skaga.

mynd

Uppgjör Skaga hf. á 1. ársfjórðungi 2025

Haraldur I. Þórðarson, forstjóri Skaga, segir að á fyrsta fjórðungi ársins hafi áfram verið jákvæð þróun í grunnrekstri Skaga og frekari skref hafi verið tekin í samþættingu á milli rekstrareininga í samstæðunni.

mynd

Stjórn Skaga óbreytt eftir aðalfund

Á aðalfundi Skaga hf., 27. mars 2025, fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf.

mynd

Ársskýrsla Skaga 2024

Ársskýrsla Skaga fyrir árið 2024 hefur verið birt og má nálgast hana hér.