
VÍS
VÍS býður víðtæka tryggingaþjónustu þar sem rík áhersla er lögð á viðeigandi ráðgjöf, skilvirkni, sveigjanleika og góða þjónustu.
Skagi er öflugt fyrirtæki á fjármálamarkaði sem stefnir á arðbæran vöxt á sviði trygginga, fjárfestingarbankastarfsemi og eignastýringar. Samstæðan býr að langri og farsælli sögu í tryggingarekstri, framsækni í fjármálaþjónustu og langtímaárangri í fjárfestingum. Í samstæðu Skaga eru VÍS, Fossar og Íslensk verðbréf.
Í samstæðu Skaga eru þrjú sjálfstæð dótturfélög; VÍS tryggingar, Fossar fjárfestingarbanki og Íslensk verðbréf.
Í fyrirtækjum Skaga er lögð áhersla á framúrskarandi þjónustu og traust langtímasamband við viðskiptavini. Enn fremur er samstæðan í fararbroddi þegar kemur að tengingu íslensks atvinnulífs við alþjóðlegt fjárfestingarumhverfi.
VÍS býður víðtæka tryggingaþjónustu þar sem rík áhersla er lögð á viðeigandi ráðgjöf, skilvirkni, sveigjanleika og góða þjónustu.
Fossar veita viðskiptavinum sérsniðna og persónulega fjárfestingabanka þjónustu og eru í fararbroddi þegar kemur að tengingu íslensks atvinnulífs við alþjóðlegt fjárfestingarumhverfi.
Íslensk verðbréf býður upp á fjölbreytt úrval sjóða fyrir almenning og fagfjárfesta auk eignastýringar fyrir fagfjárfesta.
Haraldur I. Þórðarson, forstjóri Skaga, segir að á fyrsta fjórðungi ársins hafi áfram verið jákvæð þróun í grunnrekstri Skaga og frekari skref hafi verið tekin í samþættingu á milli rekstrareininga í samstæðunni.
Lesa meira
Á aðalfundi Skaga hf., 27. mars 2025, fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf.
Lesa meira
Ársskýrsla Skaga fyrir árið 2024 hefur verið birt og má nálgast hana hér.
Lesa meira
Rekstrarmarkmiðum 2024 náð og horfur góðar.
Lesa meira
Skagi hf. hefur nú verið formlega skráð sem nafn móðurfélags VÍS trygginga hf., Fossa fjárfestingarbanka hf. og Íslenskra verðbréfa hf. Af því tilefni fór fram svokölluð „bjölluathöfn“ í Kauphöllinni (Nasdaq Iceland) í morgun.
Lesa meira
Kaupin á Íslenskum verðbréfum hf. (ÍV) og dótturfélagi þess ÍV sjóðum, sem tilkynnt var um þann 8. maí sl. eru nú frágengin og rekstur ÍV verður hluti af samstæðu Skaga frá og með fjórða ársfjórðungi.
Lesa meira
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur samþykkt að Skagi (Vátryggingafélag Íslands hf.) fari með virkan eignarhlut í Íslenskum verðbréfum hf. og ÍV sjóðum hf. („ÍV“)
Lesa meira
Við erum afar stolt af dótturfélögunum VÍS og Fossum fjárfestingarbanka sem hlutu nýlega viðurkenningu Stjórnvísi fyrir góða stjórnarhætti og hlutu þá um leið nafnbótina Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum.
Lesa meira
Skagi nær áfram góðum árangri í UFS-mati Reitunar og hlaut 80 stig (B1) sem er sami fjöldi stiga og félagið fékk á síðasta ári. Þetta telst góð einkunn og endurspeglar áherslur félagsins í sjálfbærni.
Lesa meira
Bjarni Guðjónsson hefur verið ráðinn forstöðumaður fyrirtækjaviðskipta hjá VÍS.
Lesa meira